Hraunhestar

Gæða hestaferðir á höfuðborgarsvæðinu. Njóttu þess að kynnast íslenska hestinum og ríða í gegnum gullfallegt landslag með þaulþjálfuðum leiðsögumönnum.

BÓKA FERÐ

Um Hraunhesta

Hraunhestar er fjölskyldu rekið fyrirtæki sem einbeitir sér að vellíðan hestanna og eftirminnilegum reynslum fyrir gestina okkar. Okkar helst ástríða og stolt eru vel þjálfuðu og hamingjusömu hestarnir okkar. Við erum ekki mörg í teyminu okkar en erum reynslumikil í leiðsögn og hestamennsku. Við störfum allan ársins hring og bjóðum upp á skipulagðar ferðir,  reiðnámskeið og kennslu, einnig er hægt að bóka einkaferðir.

Litlir hópar

Frábær upplifun

Ferðirnar okkar

Njóttu þess að ríða í óspilltri náttúrunni, sjá fjöll og firnindi, sígræn tré og hraunvelli, á hinum góða, trausta og spaka íslenska hesti.

Hraunhestar bjóða upp á dagsferðir í kringum Hafnafjörð. Hafnafjörður er ekki nema korters keyrsla frá Reykjavík. Reiðbúnaður, öryggisbúnaður og vindjakkar fylgja öllum ferðum okkar. Við biðjum þá sem bóka að vinsamlegast gefa upp þá reynslu sem þeir búa yfir svo við getum valið viðeigandi hesta fyrir hvern og einn

Við bjóðum upp á það sækja alla þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu, gjaldlaust. Við byrjum að sækja fólk 60 mínutum fyrir hverja ferð svo vinsamlegast verið tilbúin á réttum tíma. Við mælum alltaf með að skoða veðurspá fyrir ferðina, svo allir séu í réttum klæðnaði, það er alltaf betra að vera aðeins of vel búin frekar en of lítið. Helst viljum við hafa hópana litla þannig að hægt sé að vera sveiganlegur og bjóða upp á persónulegri reynslu og leiðbeiningu með hverri ferð.

Reiðkennsla og námskeið

Hraunhestar bjóða upp á reiðnámskeið fyrir hestafólk á öllum aldri.

Reiðnámskeiðin hjá Hraunhestum njóta gríðarlegra vinsælda. Hægt er að bóka einkakennslu fyrir einstaklinga og hópa. Við viljum ganga úr skugga um það hver einasti nemandi fái þá leiðbeiningu sem þeir þurfa á að halda og eru þar af leiðandi einungis 4-6 sæti í boði í hverju námskeiði.

Reiðkennsla og námskeið

Hraunhestar býður upp á reiðnámskeið fyrir hestafólk á öllum aldri.

Reiðnámskeiðin hjá Hraunhestum njóta gríðarlegra vinsælda. Hægt er að bóka einkakennslu fyrir einstaklinga og hópa. Við viljum ganga úr skugga um það hver einasti nemandi fái þá leiðbeiningu sem þeir þurfa á að halda og eru þar af leiðandi einungis 4-6 sæti í boði í hverju námskeiði.

Helstu upplýsingar

Aldurstakamark

Aldurstakmarkið á hverri ferð er 8 ára. Börn undir 15 ára aldri þurfa skriflegt leyfi til þess að ríða án umsjónamanns.

Þyngdartakmark

Með heilsu og stærð hestanna okkar í huga þá er þyngdartakmark reiðfólks 110 kg / 240 lbs og við biðjum áhugasama að vinsamlegast virða það.

}

Pick-ups

Við byrjum að sækja fólk 60 mínútum fyrir brottför, ef ekki sóttur verður viðkomandi að gæta þess að vera mættur hjá hesthúsinu 20 mínútum fyrir brottför.

N

Innifalið

Reiðhjálmur, hanskar, hlýjar smekkbuxur, regnfatnaður og jakkar eru innifalin í ferðinni. Einnig bjóðum við upp á kaffi, kakó eða te ásamt smá snarli eftir reiðferðina.

p

Reynsla

Við munum velja þann hest sem hentar best reynslu viðkomandi, svo endilega útvegaðu okkur nákvæmar upplýsingar.

Notaður reiðbúnaður

Reiðbúnaður sem hefur verið notaður þarf að þvo og sótthreinsa. Notuð reitýgi eru bönnuð.

Við erum með frábærar umsagnir

Dásamleg reiðferð

Við erum tvö sem fórum í einkaferð með Hraunhestum. Við vorum sótt hjá hótelinu okkar í Reykjavík og eftir að ferðinni var lokið var okkur ekið aftur að hótelinu. Ferðin var ótrúleg. Veðrið var fallegt og hestarnir og leiðsögumennirnir hreinlega yndislegir. Ein af bestu reiðferðum sem við höfum farið í á Íslandi!

Mæli sterklega með!

Við bókuðum morgunferð, en vegna veðurs þá var haft samband við hótelið okkar og okkur var boðið að koma í ferð seinnipartinn í staðinn. Ég var sko aldeilis ekki fyrir vonbrigðum og ferðin var frábært í alla staði. Það var sérstaklega skemmtileg reysla að ríða í gegnum snæviþakið hraunið. Það var greinilega vel hugsað um hestara og leiðsögumaðurinn okkar var vinalegur, sem gerði ferðina heilt yfir að frábærri upplifun. Ég mæli sterklega með Hraunhestum!

Frábær upplifun, frábær þjónusta!

Við ákváðum að bóka hjá Hraunhestum þar sem þau voru með betri verð en aðrir í grendinni og við hefðum ekki getað fengið betri upplifun. Það kom yndisleg stelpu og sótti okkar á hótelið okkar í Reykjavík. Við bókuðum fyrir hóp en það var bara ég, kærastinn minn og leiðsögumaðurinn, sem gerði ferðina mjög persónulega. Hestarnir höguðu sér mjög vel og það var auðveld að ríða þeim en hvorugt okkar eru vanir knapar. Eftir reiðtúrinn eyddum við smá tíma í hesthúsunum með hestunum og fengið heitt súkkulaði og smákökur. Þegar við vorum tilbúin, þá keyrðu þau okkur tilbaka á hótelið, allt var mjög sveigjanlegt og þæginlegt. Mæli 100% með!

Teymið okkar

Við erum smátt teymi, en við erum þaulreynd og leggjum mikinn metnað og ástríðu í hestanna okkar og að veita viðskiptavinum okkar upp á frábæra upplifanir með íslenska hestinum.

Guðný Rut

Umsjónar -og leiðsögumaður

Brynja Kristín

Leiðsögumaður

Bóka ferð

Loading...

Finndu okkur

Kaplaskeið 16, 220 Hafnarfjörður

Hringdu

(+354) 568 6808

Sendu okkur línu

Við viljum heyra frá þér

Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar varðandi dagsferðirnar, einkaferðirnar eða reiðkennslu.