Reiðnámskeið Hraunhesta 2018

Hraunhestar bjóða uppá reiðnámskeið fyrir allan aldur og hafa þau verið einstaklega vinsæl.
Grunn og framhaldsnámskeið verða kennd í mars og apríl 
í boði eru;

Reiðnámskeið barna
6-10 ára

Reiðnámskeið barna
11-17 ára

Reiðnámskeið fullorðinna

Kennt er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Tímar eru 17:30-18:30 eða 18:30-19:30.
Aðeins eru frá 4-6 nemendur á hverju námskeiði.

Reiðnámskeiðið byggist upp á því að nemendur öðlist færni og kunnáttu til að umgangast og annast hest á húsi. Læra notkun beislis búnaðar, að beisla og leggja á hest. Við leggjum mikinn metnað í að nemendur öðlist kjark og færni til útreiða og geti í framhaldi stundað hestamennsku sjálfstætt. Á námskeiðinu eru bæði kennt innandyra, í gerði og svo er farið í reiðtúra. Hrossin okkar eru einstaklega þæg, góð og meðfærileg og við veljum hest eftir færni nemanda og svo geta nemendur vaxið innan námskeiðisins og fært sig upp um hesta. Í framhaldi af hverju grunnnámskeiði er boðið uppá framhaldsnámskeið sem nemendur af grunnnámskeiði hafa forgang inná.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hestur, hjálmur, reiðbúnaður, yfirföt (galli, regnfatnaður, úlpa o.fr.v) og bóklegt efni.

Þeir sem eru nýjir í hestamennskunni þurfa því ekki að eiga neinn búnað til að geta tekið þátt.

Kennt er 3x í viku í 4 vikur. Samtals 12 tímar.

Reiðnámskeið barna

Loading…

Reiðnámskeið fullorðinna

Loading…